Fréttir Utanríkismál — 21 January 2013
Cameron: Íhugar framtíð Breta í ESB

david-cameronBeðið er með mikilli eftirvæntingu eftir ræðu Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, um framtíð Breta innan Evrópusambandsins. Búist er við því að Cameron muni tilkynna um endurupptöku aðildarsamningsviðræðna Breta og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna – Bretar muni fá að kjósa um áframhaldandi aðild að ESB.
Samkvæmt drögum að ræðunni mun Cameron heita því að minnka þá gjá sem hann telur að hafi myndast milli ESB og breskra borgara og en sú gjá hafi breikkað mjög á síðustu árum. Rætur þessa megi rekja til þess að lýðræðislegri ábyrgð sé ábótavant og skorti á að samþykkis sé leitað. Í uppkasti ræðunnar segir að verði ekki bruðgist við þessum annmörkum, væri hætta á því að Evrópuverkefnið muni mistakast og að breskur almenningur vilji ganga úr sambandinu. Cameron sagðist vilja að Evrópusambandinu vegnaði vel og að hann vildi að samband Breta og ESB væri á þann veg að Bretar yrðu áfram innan ESB. Sérfræðingar telja að skuldakreppa Evrusvæðisins, minnkandi samkeppnishæfni og dvínandi stuðningur almennings, séu helstu vandamálin sem Cameron vilji leita lausna á. Deilt er um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB aðild sé hagsmunum Breta til framdráttar, með tilliti til áhættu í efnahagsmálum og afstöðu til annarra ríkja.
Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu sína um framtíð Breta innan ESB á miðvikudag.

European Voice: Cameron to deliver Europe speech in London on Wednesday
EurActiv: Cameron to deliver long-awaited EU speech this week

EUObserver: Cameron publishes parts of unlucky EU speech

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3