Fréttir — 13 June 2013
Ísland gerir hlé á aðildarviðræðum

Fule_og_GunnarBragiSveinssonÍ dag átti nýr utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, fund með Stefan Füle, framkvæmdastjóra stjórnarsviðs stækkunarmála og evrópsku nágrannastefnunnar (European Neighbourhood Policy) hjá Evrópusambandinu, en þetta var fyrsti fundur íslenska ráðherrans með embættismönnun erlendis.
Gunnar Bragi sagði á blaðamannafundi eftir fundinn, að hann hefði tilkynnt stækkunarstjóranum um ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hann sagði að Ísland væri hluti af Evrópu og vildi styrkja þau tengsl eftir öðrum leiðum.

Stefan Füle sagðist sem fagmaður fyllilega virða ákvörðun stjórnvalda, þótt hann hefði persónulega orðið fyrir vonbrigðum með hana, þar sem hann hafi fylgst með aðildarumsókn Íslands frá byrjun og heimsótt landið. Hann sagði sambandið nú bíða niðurstöðu mats íslenskra stjórnvalda á stöðu aðildarviðræðnanna og þróunar innan sambandsins, sem kynnt yrði á Alþingi. Það væri öllum aðilum fyrir bestu að slík niðurstaða væri tekin að vel ígrunduðu máli, en einnig að ekki væri æskilegt að ákvörðun um hana drægist um of á langinn.

Blaðamannafundur framkvæmdastjórnar ESB þann 13.06.2013

Fréttatilkynning

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3