EÞ vill fresta fríverslunarsamningi við USA vegna njósna
Mynd AFP af studningi evroputhingmanna med Snowden

Mynd AFP fréttastofunnar af samstöðu Evrópuþingmanna með Edward Snowden

Evrópuþingið (EÞ) sendi frá sér ályktun í gær um að afturkalla tímabundið vinnu við fríverslunarsamning við Bandaríkin og samninga um hryðjuverkavarnir og persónuvernd, vegna njósna Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) á almennum borgurum Evrópusambandsins. Kallað er eftir aðgerðum af hálfu Þjóðaröryggisstofnunarinnar og að brugðist verði við ásökunum uppljóstrarans Edwards Snowdens um ónafngreint fjöldaeftirlit stofnunarinnar. Einnig er skorað á nokkur sambandsríki að endurskoða aðgang sinn að persónuupplýsingum.

EÞM samþykktu ályktunina með 544 atkvæðum gegn 78, en 60 sátu hjá, en hún kemur í kjölfar rannsóknar nefndar um borgaraleg réttindi (LIBE) hjá sambandinu, sem staðið hefur yfir í hálft ár.

Í ályktuninni segir að Atlantshafssamstarf um verslun og fjárfestingu (TTIP) “gæti verið í hættu”, verði ónafngreint fjöldaeftirlit á vegum Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) er ekki stöðvað. Hún kallar einnig á að felldur verði niður tímabundið samningur um bankagögn við Bandaríkin. EÞM kalla eftir tafarlausri tímabundna niðurfellingu á persónuverndarreglum um “Örugga höfn” (vallfrjálsir staðlar um gagnavernd fyrir fyrirtæki utan ESB sem flytja persónuleg gögn um ESB borgara til Bandaríkjanna) og kalla eftir nýjum reglum um flutning á persónugögnum sem uppfylla skilyrði ESB um gagnavernd.

EÞM vilja einnig fella niður tímabundið samning um áætlun um að rekja feril fjármögnunar hryðjuverka (TFTP), þar til ásökunum að bandarísk yfirvöld hafi aðgang að bankaupplýsingum BSB borgara utan þessa samnings hefur verið svarað.

Þingmenn kalla einnig eftir breytingum innan ESB. Í ályktuninni er kallað eftir “áætlun um vernd fyrir evrópska uppljóstrara” og eru aðildarríkin hvött til að íhuga að veita uppljóstrurum alþjóðlega vernd gegn málsókn. Þingmennirnir vilja að Evrópa þrói sín eigin ský og upplýsingatæknilausnir, þar á meðal netöryggis- og dulkóðunartækni, til að tryggja gott öryggi gagnavörslu.

Þá eru aðildarríki krafin um skýringar á ásökunum um fjöldaeftirlit, nánar tiltekið Bretland, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Holland og Pólland. Upplýsingarnar nái meðal annars yfir hugsanlega samninga milli leyniþjónustu og símafyrirtækja um aðgang að og skipti á persónuupplýsingum og aðgang að Atlantshafs strengjum. Önnur ESB ríki eru hvött til að endurskoða eftirlitskerfi sitt þannig að leyniþjónustur séu undir eftirliti þings og dómstóla, sérstaklega þau sem eru þátttakendur í “9 augu” (Bretland, Danmörk, Frakkland og Holland) og “14 augu” samkomulögunum (þessi lönd auk Þýskalands, Belgíu, Ítalíu, Spánar og Svíþjóðar).

Úr New Europe: MEP’s threaten to block TTIP over US surveillance

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3