Forseti framkvæmdastjórnar 2014: Jöfn barátta Juncker og Schulz
Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Mið-vinstri fylking Sósíalista og demókrata (S&D) og mið-hægri Fólksflokkurinn (EPP) eru jafnir í baráttunni um hver verður stæsti flokkinn á Evrópuþinginu, samkvæmt spá PollWatch2014. Fylking Sósíalista og demókrata er eilítið stærri, en með tilliti til vikmarka er staða flokkanna jöfn.

Spáin byggir á nýjustu skoðanakönnunum aðildarríkja ESB og hverja þeir þingmenn væru líklegastir til að styðja til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Ríkisstjórnir aðildarríkjanna gætu þó í gegnum leiðogaráðið lagt til annað forsetaefni sem lagt yrði fyrir Evrópuþingið til samþykktar, en slíkt væri auðveldara ef hvorugur þessarra frambjóðenda fengi hreinan meirihluta í kosningunum til Evrópuþingsins.

Af vef VoteWatchEurope

EÞ_konnun_2014-03-19_twitter 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3