Netfundir og kappræður í Evrópuþingkosningunum #TellEUROPE

 

logo_Maastricht_UniversityNetfundur með öllum flokkum sem bjóða sig fram til Evrópuþingsins verður haldinn í Maastricht háskóla mánudaginn 28. apríl, þar sem fulltrúar sem Evrópuþingflokkarnir hafa tilnefnt sem forsetaefni sitt í framkvæmdastjórn ESB taka þátt. Þá verður þýsk og austurrísk sjónvarpsstöð (ZDF og ORF) með frambjóðendur tveggja stæstu flokkanna fimmtudaginn 8. maí.

EBU_telleuropeBein útsending frá fyrri kappræðum vegna Evrópuþingkosninganna verður frá Brussel fimmtudaginn 15. maí, þar sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sér um útsendingu og ítalski blaðamaðurinn Monica Maggioni stjórnar umræðum. Útsendingin verður aðgengileg aðilum að sambandinu sem eru t.d. BBC og RÚV. Útsendingin stendur yfir í eina og hálfa klukkustund. Vefsíða kappræðnanna fer í loftið í næstu viku og á Twitter er @EVNDebate með myllumerkið #TellEUROPE og #EP2014. Þetta er í fyrsta sinn sem kappræðum er sjónvarpað.

Til stóð að halda seinni kappræðurnar milli tveggja efstu frambjóðenda þriðjudaginn 20. maí, en þær fyrirætlanir eru í biðstöðu. Um væri að ræða 45 mínútna langar kappræður milli fulltrúa þeirra tveggja flokka sem njóta mests stuðnings miðað við meðaltal þriggja síðustu skoðanakannanna á evrópuvísu í apríllok. Komi ekkert óvænt upp á verða það Martin Schulz (S&D, Socialists and Democrats - mið vinstri fylking) og Jean-Claude Juncker (EEP, European People´s Party – mið-hægri flokki). Tveggja manna fyrirkomulag seinni kappræðnanna var gagnrýnt af smærri flokkunum og ákvað Schulz, fulltrúi sósíalista, að hætta við að taka þátt í þessum tveggja manna kappræðum.

Kosningar til Evrópuþingsins standa yfir milli 22. og 25. maí 2014, en þetta eru áttundu Evrópuþingkosningarnar frá því beinar kosningar til Evrópuþings voru teknar upp árið 1979.

Af vef Wikipedia

Frambjóðendur til embættis forseta framkvæmdastjórnarinnar 2014, tilnefndir af Evrópuþingflokkunum (Mynd: Wikipedia)

Frambjóðendur til embættis forseta framkvæmdastjórnarinnar 2014, tilnefndir af Evrópuþingflokkunum (Mynd: Wikipedia)

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3