Fréttir — 21 May 2014
Hver verður sigurvegari kosninganna til Evrópuþingsins?
Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Um 400 milljónir Evrópubúa munu ganga að kjörbroðinu þann 22.-25. maí n.k. og kjósa til Evrópuþingsins í fyrstu samevrópsku kosningunum frá því skuldakreppan hófst á Evrusvæðinu. Kannanir Pollwatch benda til að mið hægri menn muni vinna meirihluta í Evrópuþinginu.
Pollwatch spáir mið-hægrimönnum í European People´s Party (EPP) 217 þingsætum af 571, með 16 sæta forskot á vinstrimenn í Socialisis and Democrats flokknum S&D) (könnun frá 20.05.2014). Stuðningur við hægri flokka sem eru á móti ESB hefur vaxið í Norður-Evrópu, sérstaklega í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Ennfremur er vaxandi stuðningur við róttæka vinstri flokka í þeim löndum sem hafa lent í miklum efnahagsþrengingum á síðustu árum, eins og í Grikklandi, á Spáni og á Írlandi.
Simon Hix, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, og Kevin Cunningham, stjórnmálafræðiprófessor, telja að hægri-vinstri skauta skipting á Evrópuþinginu muni styrkjast, þar sem um flokkar hægra megin við hinn mið-hægri EPP flokk hafa bætt við sig fylgi og sömu sögu sé að segja um flokka vinstra megin við S&D.
Þeir benda einnig á hinir hefðbundnu valdaflokkar á miðrófi þingsins (EPP, S&D og hinn frjálslyndi ALDE flokkur)hafi haft 72% Evrópuþingmanna (EÞM) áður, en muni nú fá 65% EÞM í þessum kosningum, samkvæmt könnunum.Hix og Cunningham segja að búast megi við meiri samvinnu stóru flokkanna, hins mið-hægrisinnaða EPP og vinstrisinnaða S&D flokks, í stórum málum. Samkvæmd þessu er Jean-Claude Juncker (EPP) afar líklegur til að verða kjörinn næsti forseti framkæmdastjórnar ESB.

Pollwatch 2014: Who will win the EP elections? EPP on the verge of victory eftir Somon Hix (LSE) og Kevin Cunningham (Trinity College Dublin)

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3