Pólitísk völd óbreytt í stórum dráttum, en andstæðingum ESB fjölgaði á þingi

evropuþingidNiðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sýna að andstæðingum Evrópusambandsins hefur fjölgað meðal Evrópuþingmanna. Þetta er til marks um vaxandi andstöðu Evrópubúa við ESB eða óánægju með störf ESB. Pólitísk völd á þinginu er þó óbreytt í stórum dráttum eftir kosningarnar (25.05.2014), þar sem mið-hægri flokkar og mið-vinstri flokkar eru taldir muni mynda bandalag stóru flokkanna um samvinnu á komandi þingi.

Mið-hægri flokkurinn EPP (the European People´s Party) hlaut mest fylgi, með 212 þingsæti af 751 og mið-vinstri flokkurinn S&D (Socialists and Democrats) fékk 186 sæti. EPP hefur nú 53 þingsætum minna en 2009 og S&D 2 þingsætum minna, en þingsætum hefur fækkað frá síðustu kosningum (766 þingsæti). Mið-frjálslyndir þingflokkar fengu 70 sæti, grænir flokkar 55 og hægrisinnaði Conservatives and Reformist flokkurinn fékk 44 þingsæti. Flokkar lengra til vinstri fengu 43 sæti, á meðan Europe of Freedom and Democracy flokkurinn, sem er lengst til hægri, fékk 36 þingsæti.

Óvissa er um 38 óháða þingmenn og hina 67 EÞM sem ekki tilheyra neinum pólitískum Evrópuflokki. Ætla má að flestir þeirra séu andvígir Evrópusamruna.

Þetta er fjórði sigur mið-hægri EPP flokksing í röð í kosningum til Evrópuþingsins. Ætla má að mið-vinstri flokkurinn S&D sé óánægður með að hafa ekki nýtt sér betur sér til framdráttar hina gríðarlegu óánægju Evrópubúa með niðurskurðaraðgerðir ESB í mörgum Evrópulöndum.

Í kosningunum óx fylgi hjá flokkum lengra til vinstri og hægri við stóru Evrópuflokkana. Þannig áttu The Front National í Frakklandi, danski Fólksflokkurinn, Jobbik í Ungverjalandi og Syriza í Grikklandi góðu gengi að fagna. Andstæðingar Evrópusambandsins eru hins vegar sundurleitur hópur og ólíklegt að þeir myndi saman einn sameiginlegan þinghóp á Evrópuþinginu. Hins vegar má reika með að áhrif þeirra sem eru andvígir ESB á Evrópuþinginu aukist.

EurActiv: Europe on course for ‘grand coalition’ after election

The Guardian: 10 key lessons from the European election results

Visir.is: “Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3