Erfitt að fjölga kvenkyns stjórum vegna áhrifa aðildarríkja
federica_mogerini

Verður Federica Mogerini næsti utanríkisstjóri ESB? Mynd: Wikimedia Common

Aukafundur leiðtogaráðs ESB, sem haldinn verður þann 30. ágúst n.k., mun ákveða hverjir verða eftirmenn forseta leiðtogaráðsins, Herman Van Rompuy, og æðsta fulltrúa Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum, Catherine Ashton. Líklegt er að kona verði valin í að minnsta kosti annað þessarra lykilstarfa, þar sem forseti framkvæmdastjórnarinnar og forseti Evrópuþingsins eru karlmenn.

Næsti utanríkisstjóri
Þrjú lönd hafa tilnefnt aðila í embætti utanríkisstjóra Sambandsins. Pólland tilnefndi Radek Sikorski, utanríkisráðherra landsins, Ítalía tilnefndi Federicu Mogerini, utanríkisráðherra og Búlgaría tilnefndi Kristalinu Georgieva, núverandi framkvæmdastjóra mannúðarmála hjá ESB.

Lönd eins og Pólland hafa lagst gegn því að Federica Mogerini, ítalski utanríkisráðherrann, verði valinn vegna reynsluleysis í málefnum Rússlands og þar sem Ítalía er almennt talin höll undir málstað Rússa. Bent hefur verið á tvískinnung í þeim málflutningi, svo sem þann að Ashton hafi verið reynslulítil er hún tók við starfi utanríkisstjóra en staðið sig vel og að forseti Frakklands og kanslari Þýskalands hafi heimsótt Pútín nýlega, líkt og Mogerini. Fremur ætti að benda á sérleg áhrif rússneskra fjárfesta á Ítalíu.

Líklegt er talið að samfara vali í þessi lykilstörf, muni samningar verða gerðir um aðrar stöður framkvæmdastjóra. Öll aðildarlönd hafa lagt fram tilnefningar sínar, nema Belgía sem er nokkuð sérstakt.

Erfitt að fjölga konum í framkvæmdastjórninni
Sjö konur eru í fráfarandi framkvæmdastjórn, en aðeins fjórar hafa verið tilnefndar af aðildarlöndunum nú. Þær eru Mogherini (Ítalía), Georgieva (Búlgaría),  Jourová (Tékkland) og Malmström (Svíþjóð). Ítölsk stjórnvöld eru þó sögð hafa hótað því að draga nafn Mogherini tilbaka, verði hún ekki valin utanríkisstjóri. Til að auka þrýsting á aðildarlöndin tilnefni konur í framkvæmdastjórnina, hefur Juncker, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, lýst því yfir að konur muni fá varaforsetastöður og mikilvæg stjórnarsvið í framkvæmdastjórn sinni. Ekki er þó enn ljóst hvort Juncker muni taka þátt í aukafundi leiðtogaráðsins.

EurActiv: EU summit to only decide Van Rompuy and Ashton successors

The Financial Times: Attacks on Mogherini unjustified and wide of the mark

EurActiv: INFOGRAPHIC: Who’s who in the new European Commission?

European Voice: Women commissioners: Juncker struggles to reach eight

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3