Bretland gengur úr ESB – Skotland og N-Írland gætu klofið sig frá Bretlandi – Cameron segir af sér
Guardian: Niðurstaða Brexit kosninganna

The Guardian: Niðurstaða Brexit kosninganna þann 24.06.2016

Bretar hafa kosið að ganga úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu, en úrslit urðu ljós nú í morgun. Mjótt var á munum milli fylkinganna, en 51,9% kusu að ganga úr ESB á meðan 48,1% kusu að vera áfram í ESB.

Í Skotlandi (62%), N-Írlandi (55,8%) og London-svæðinu (59,9%) var meirihluti fyrir að vera áfram í ESB. Í Wales (52,5%) og öðrum hlutum Bretlands (57%) var meirihluti fyrir að ganga úr ESB. Alls kusu 17.410.742 að ganga úr ESB, en 16.141.241 kaus að vera áfram í ESB. Kosningaþátttaka var sú mesta í breskum kosningum síðan 1992 eða 72,16%.

Forsætisráðherra Bretlands sagði af sér

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hefur tilkynnt að hann muni segja af sér eftir ósigurinn en hann hafði stutt áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Líklegt er að íhaldsmaðurinn Boris Johnson, sem studdi úrgöngu, muni taka við forystunni. Nigel Farage og UKIP sjálfstæðisflokkur hans, sem stofnaður var kringum úrgöngu úr ESB, er sigurvegari kosninganna.

Skotland undirbýr atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Skotland mun búa sig undir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, en Skotar kusu að meirihluta til að vera áfram í ESB. Enn er óljóst hver framvindan verður í N-Írlandi, en möguleiki er á að landið sameinist Írlandi. Á Evrópuvettvangi gæti úrsögn Breta haft keðjuverkandi áhrif og fleiri aðildarlönd efnt til kosninga um áframhaldandi veru innan ESB.

Pundið í falli

Breska pundið hefur fallið mikið á fjármálamörkuðum vegna óvissunnar sem skapast hefur og úrslitin virðist hafa komið flestum á óvart. Úrslitin hafa haft áhrif á íslensku krónuna og gætir áhrifa úrslitanna á fjármálamörkuðum heimsins.

ESB vill að Bretar fari sem fyrst

Í yfirlýsingu eftir neyðarfund sögðu Jean-Claude Juncker, forseti Evrópuráðsins, og Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, að þeir virtu niðurstöðuna um leið og hún er hörmuð. Þeir sögðu að mikilvægt sé að hefja tafarlaust ferli vegna úrsagnar úr sambandinu.

50. gr. sáttmálans virkjuð

Tveggja ára ferli tekur nú við þar til úrsögn verður að veruleika. Bretar geta tekið þátt í innri starfsemi ESB þangað til, en ekki hlutast til um úrsögn sína. Mikill hluti ferlisins felst í að ganga frá tvíhliða viðskiptasamningum við Breta, en einnig þarf að semja um réttindi fyrir ESB borgara og Breta, s.s. um hvort vegabréfsáritanir komi til á ferðalögum íbúanna. Samninga þarf að bera undir hin aðildarlöndin 27 og þurfa þeir samþykki þjóðþinga landanna. Cameron hefur sagt að 50 gr. sáttmála sambandsins verði ekki virkjuð fyrr en arftaki hans hafi tekið við, en búist er við því að það verði í október næstkomandi.

Fjölmiðlaumfjöllun

Mbl: „Gríðarlegt áfall“ fyr­ir ESB - Baldur Þórhallsson greinir áhrif úrslita Brexti kosninganna Vísir: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? – 50. gr. sáttmálans er virkjuð. Þrjár leiðir í stöðunni: Noregs-módelið, nýr samningur, WTO-reglur. Vísir: Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Vísir: Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Vísir: Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Kjarninn: Íslenskir ráðamenn bregðast við Brexit Kjarninn: Sundrað Bretland: Mjög líklegt að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði Kjarninn: Leiðtogar stjórnarandstöðu óttast uppgang öfgaafla í Evrópu The Guardian:  The Guardian view on the EU referendum: the vote is in, now we must face the consequences - Editorial. Ritstjórn hins virta Guardian telur ástandið alvarlegt fyrir Bretland The Telegraph: Nigel Farage has earned his place in history as the man who led Britain out of the EU The Independant: EU referendum: Nigel Farage’s 4am victory speech – the text in full – vídeó með sigurræðu Nigel Farage The Independant: EU referendum result: Is this the vote that will lead to a Scottish independence referendum – and break up the UK? CNN: The pound is crashing on U.K. vote for Brexit Euronews: Brexit – the key claims analysed - Euronews: Article 50 of the Lisbon Treaty explained - Tveggja ára úrsagnarferli tekur við

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3