Evrópufréttir

Evrópufréttir miðla til þín fréttum af framvindu mála tengdum Evrópusambandinu á óvilhallan hátt.
Tilgangur vefsins er að auka aðgengi að upplýsingum um ESB.

 

 facebook  logo_twitter
 Harpa_Hrönn_copy_300x400_we Ritstjórn:Harpa Hrönn Frankelsdóttir, stjórnmálafræðingur, er ritstjóri vefsins.

“Ég ákvað að stofna þennan vef, því mig langaði að fylgjast vel með umræðum um ESB eftir námið mitt – hvernig umræða annarra þjóða væri sem ættu aðild að ESB. Mig langaði einnig að miðla áfram einhverju efni, því mér finnst vöntun á góðri ESB umfjöllun hérlendis (það á við í mörgum ESB löndum einnig). Margir miðlar erlendis fjalla einungis um ESB, líkt og EurActiv, viEUws ofl. (sjá fyrirsagnir í botni síðu) og fjölmargar hugveitur stunda rannsóknir og gera kannanir er tengjast ESB, auk staðreyndarýna eins og Full Fact og FactCheckEU.

Ég vona að fleiri en ég hafi gaman af þessum áhugamannavef. Honum er ekki ætlað að taka afstöðu til þess hvort Ísland ætti að eiga aðild að ESB eða ekki.”

Evrópufréttir er óháður fréttamiðill sem miðlar fréttum af málefnum líðandi stundar innan Evrópusambandsins.
Stefnt er að gerð ítarefnis til skýringa með fréttagreinum um ESB, s.s. um stjórnskipulag ESB og stofnanir.
 Sendu póst á:  evropufrettir@evropufrettir.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

UA-26279970-3